
Hjúkrunarfræðinemar á lokaári bjóða til kynningar á hinum ýmsum störfum hjúkrunarfræðinga. Nýjar og hefðbundnar hliðar á starfsvettvangi hjúkrunarfræðinga verða kynntar, til dæmis:
Hjúkrun og hjálparstarf - Endurlífgun - Forvarnir gegn slysum - Frú Ragnheiður, Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins - Hjúkrun lungnasjúklinga - Hjúkrun í Blóðbanka - Barnahjúkrun - Viðbótarmeðferðir í hjúkrun
Kynningin er liður í námskeiðinu í hjúkrun sem starfs- og fræðigrein þar sem hópar nemenda kynna starfstækifæri í hjúkrun bæði hér á landi og erlendis.
Nám í hjúkrunarfræðideild verður kynnt og fulltrúar heilbrigðisstofnana og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kynna starfsemi sína.
Glæsileg kaffisala nemenda verður frá kl. 11:30 til 13:00 til styrktar útskriftarferðinni í vor.
Allir sem vilja kynna sér nýjar hliðar á störfum hjúkrunarfræðinga eru hvattir til að koma.