Hvenær hefst þessi viðburður:
18. janúar 2017 - 15:00 til 17:00
Staðsetning viðburðar:

Opið málþing í Norræna húsinu um norræna Green to Scale verkefnið, sem greinir hvernig 15 árangursríkar norrænar loftlagslausnir gætu dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.
Málþingið er haldið í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og upplýsingaskrifstofuna Norðurlönd í fókus.
Málþingið fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Norræna Green to Scale verkefnið var kynnt á Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakech (COP22), sjá íslenska fréttatilkynningu hér.
Dagskrá
Opnunarávarp
Norrænar áherslur í loftslagsmálum
Vanda Hellsing, formaður vinnuhóps Norrænu ráðherranefndarinnar um loftslagsmál (KoL)
Fyrirlestrar
Rannsóknarniðurstöður Green to Scale
Oras Tynkkynen, ráðgjafi og verkefnisstjóri hjá SITRA (Nýsköpunarsjóði Finnlands)
Íslenskar loftslagslausnir
Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
Örerindi
Reykjavíkurborg
e1
CarbFix
Carbon Recycling International
Pallborðsumræður
Fundarstjóri verður Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands.
Málþing um Green to Scale verður einnig haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri fimmtudaginn 19. janúar nk kl. 15:00-17:00. Sjá dagskrá á www.mak.is
Nánar um norræna Green to Scale, sjá hér.