
Rannsóknastofnun í barn- og fjölskylduvernd stendur fyrir fyrirlestraröðinni Flóttabörn og félagsráðgjöf - ábyrgð samfélags. Að þessu sinni verður boðið upp á tvo fyrirlestra.
„Starf félagsráðgjafa í barnavernd með fjölskyldum af erlendum uppruna“ - Nadia Boris, MA nemi í félagsráðgjöf til starfsréttinda.
„Tækifæri, áskoranir og væntingar ungs flóttafólks á Íslandi“ - Maja Loncar MA nemi í félagsráðgjöf til starfsréttinda.
Nadia og Maja fjalla um niðurstöður nýlegra eigindlegra MA rannsókna sinna. Fyrirlestur Nadiu fjallar niðurstöður rannsóknar á reynslu og upplifun félagsráðgjafa í barnavernd af starfi með fjölskyldum af erlendum uppruna. Maja fjallar um upplifun og reynslu ungs fólk á aldrinum 18 til 26 ára sem er með stöðu sem flóttafólk og reynslu þeirra af því að setjast að á Íslandi í ljósi væntinga þeirra og vona til framtíðar.
Allir velkomnir.