Hvenær hefst þessi viðburður:
13. janúar 2017 - 15:00 til 16:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Bratti

Samuel Abrams, prófessor við Columbia háskóla í New York, Bandaríkjunum, flytur spennandi erindi í Bratta í húsnæði Menntavísindasviðs þann 13. janúar nk.
Samuel er höfundur bókarinnar Education and the Commercial Mindset sem var gefin út 2016 og verður efni hennar til umræðu í erindi hans. Þar rekur hann sögu einkavæðingahugmynda skólastarfs í Bandaríkjunum og ræðir þróunina á Norðurlöndum til samanburðar.
Bókin smellpassar inn í mikla umræðu um þróun skólastarfs í Bandaríkjunum, ekki síst í ljósi breyttra áherslna sem kunna að fylgja nýrri forystusveit í Bandaríkjunum.
Fyrirlesturinn er á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs.