Hvenær hefst þessi viðburður:
10. janúar 2014 - 15:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Ht-103

Föstudaginn 10. janúar 2014 kl. 15:00 á Háskólatorgi í Ht-103 mun Adda Bjarnadóttir halda meistaraprófsfyrirlestur sinn við Matvæla- og næringarfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands: D-vítamínbúskapur og neysla meðal 7 ára íslenskra skólabarna á haustmánuðum (Autumn vitamin D intake and status in 7-year-old school children - vitamin D status vs. week in autumn, intake of vitamin D containing foods, and cardiorespiratory fitness).
Markmið verkefnisins var að meta D-vítamínbúskap 7 ára barna frá september til nóvember árið 2006 og skoða tengsl hans við D-vítamíninntöku, vikunúmer á haustmánuðum og líkamlegt þol. Einnig var mataræði 7 ára barna metið og borið saman við gögn úr Landskönnun á Mataræði 6 ára barna frá árinu 2011 til að slá mati á það hvort niðurstöðurnar eigi við börn 2011 og jafnvel í dag. Niðurstöður sýna að minnihluti barna fylgdi ráðleggingum um D-vítamín og meirihluti hafði ófullnægjandi D-vítamínbúskap að hausti árið 2006. Mataræði barna hefur ekki breyst mikið þegar kemur að D-vítamín uppsprettum frá 2006-2011, en lýsisneysla virðist þó algengari. Verkefnið var unnið á Rannsóknarstofu í Næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala.
Leiðbeinendur: Dr. Ása Guðrún Kristjánsdóttir og Inga Þórsdóttir prófessor og sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.
Prófdómari: Gunnar Sigurðsson prófessor.
Prófdómari: Gunnar Sigurðsson prófessor.