Hvenær hefst þessi viðburður:
25. október 2016 - 15:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Fyrirlestrasalur

Reykholt í Borgarfirði er meðal merkustu sögu- og minjastaða á Íslandi. Á árunum 2002-2007 fór fram fornleifarannsókn á gamla kirkjustæðinu í Reykholti. Niðurstöður þeirrar rannsóknar eru nú birtar í bókinni Reykholt, The Church Excavations eftir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur.
Bókin er gefin út af Þjóðminjasafni Íslands í samvinnu við menningar- og miðaldasetrið Snorrastofu í Reykholti og Háskólaútgáfuna.
Þriðjudaginn 25.október kl.15 mun Guðrún flytja fyrirlestur og kynna bókina í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns.
Í tilefni kynningarinnar verður sértilboð á bókinni.