Hvenær hefst þessi viðburður:
27. október 2016 - 12:20 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Keldur - bókasafn

Fyrirlesari: Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á Sýklafræðideild Landspítalans og prófessor við Læknadeild H.Í.
Sýklalyfjaónæmi fer vaxandi og bakteríur ónæmar fyrir nær öllum og jafnvel öllum sýklalyfjum breiðast út um heiminn. Vandamálið er ekki síst tengt gríðarlegri notkun sýklalyfja í landbúnaði og umhverfismengun. Staðan á Íslandi er góð í samanburði við flest önnur lönd í heiminum í dag. Til að hægt sé að viðhalda þessari góðu stöðu er sameiginlegt átak aðila í heilbrigðis-, landbúnaðar- og umhverfismálum brýnt.