Hvenær hefst þessi viðburður:
25. október 2016 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
HT-101

Þórhildur Ólafsdóttir, nýdoktor við Viðskiptafræðideild, flytur erindi á málstofu Viðskiptafræðideildar.
Erindið byggir á doktorsrannsókn Þórhildar þar sem til athugunar voru áhrif íslenska efnahagshrunsins og skattlausa ársins á heilsutengda hegðun og heilsu.
Lýsing: Einstaklingar nýta aðkeyptar vörur, þjónustu og tíma sinn til þess að viðhalda góðri heilsu yfir ævina. Í þeim skilningi er heilsa framleidd af einstaklingunum sjálfum með hegðun þeirra og neyslu.
Verðbreytingar á þeim þáttum í lífi einstaklinga sem hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á heilsu geta leitt til margvíslegra breytinga á hegðun. Högg á hagkerfið, svo sem skyndileg kreppa eða uppsveifla, er dæmi um aðstæður sem geta leitt til þess að hlutfallslegt verð vöru, þjónustu og tíma breytist.
Allir velkomnir