
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við bandaríska sendiráðið
Á þessum opna fundi munu stjórnmálaráðgjafarnir Scott Klug og Lawrence LaRocco fjalla um kosningabaráttuna í forsetakosningum Bandaríkjanna, annars vegar frá sjónarhorni repúblíkana og hins vegar frá sjónarhorni demókrata.
Scott Klug er almannatengslastjóri lögfræðifyrirtækisins Foley & Lardner LLP sem starfar í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Áður var hann fulltrúi Wisconsin fyrir hönd repúblikana í bandaríska fulltrúaþinginu.
Larry LaRocco er stofnandi og aðalstjórnandi LaRocco & Associates, Inc., sem er almannatengsla- og stjórnsýslu samskiptafyrirtæki. Áður var LaRocco fulltrúi Idaho í tvö kjörtímabil fyrir hönd demókrata í Bandaríska fulltrúaþinginu.
Fundarstjóri: Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna, mun flytja stutt ávarp í upphafi viðburðarins.
Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.
Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is og www.iceland.usembassy.gov
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Bandaríska sendiráðið á Facebook: www.facebook.com/USEmbReykjavik/?fref=ts
Nánar um Scott Klug: http://www.foley.com/scott-l-klug/
Nánar um Larry LaRocco: http://www.politico.com/arena/bio/larry_larocco.html