Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Friðarskipið - þau lifðu af árásirnar á Hiroshima og Nagasaki

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
12. október 2016 - 14:00 til 16:15
Nánari staðsetning: 
Ráðhús Reykjavíkur
Friðarskipið

Friðarskipið eða Peace Boat hefur verið í siglingum frá árinu 1983 og farið milli landa með það að leiðarljósi að vekja athygli á friði, mannréttindum og umhverfisvernd. Ferð skipsins er einnig tileinkuð friðarboðskap þeirra sem lifðu af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki árið 1945. Þeir sem þá voru börn á aldrinum 6-11 ára eru nú orðin 75 til 81 árs. Þeir sem lifðu af árásina kallast á japönsku „Hibakusha" eða í beinni þýðingu „Fólkið sem varð fyrir áhrifum atómsprengjunnar".

Þegar kjarnorkusprengjunni„Litla drengnum” var varpað úr flugvélinni Enola Gay að morgni 6. ágúst 1945 áttu yfir 30.000 börn á aldrinum 6 – 11 ára heima í Hiroshima. Helmingur þeirra lést samstundis eða skömmu síðar og foreldrar þeirra gátu ekkert gert þeim til bjargar - ef þeir voru þá sjálfir á lífi.

Þremur dögum síðar, þegar sprengjuvélin Bockscar varpaði „Feita karlinum” á Nagasaki endurtók hryllingurinn sig en í þeirri árás létu yfir 8.000 börn lífið.

„Hibakusha“ telja að allir foreldrar sem heyra söguna komist ekki hjá því að reyna að gera allt til að forða börnum sínum frá svo grimmum örlögum og vilja því koma boðskapnum á framfæri sem víðast.

Dagskrá:

14.00 Börn úr grunnskólum í Reykjavík koma í Ráðhúsið
14.15 Skemmtidagskrá þar sem boðið verður upp á tónlistaratriði, Origamikennslu og sýnt hvernig skrifað er með japönskum bókstöfum.
15.00 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri ávarpar gesti
15:10 Þau lifðu af árásirnar á Hiroshima og Nagasaki - Frásögn þeirra sem lifðu af hefst.
16.00 Spurningar úr sal

Dagskránni lýkur klukkan 16.15


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012