Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Forvarnir, frítími, tómstundir og tómstundamenntun

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
13. október 2016 - 15:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
H-207
Linda Caldwell

Linda Caldwell, gestaprófessor í tómstunda- og félagsmálafræði, heldur erindi ásamt eiginmanni sínum, Edward Smith

Um er að ræða tvö áhugaverð erindi um forvarnir, frítímann, tómstundir og tómstundamenntun (e. leisure education). Hvernig við verjum frítíma okkar hefur mikil áhrif á heilsu, vellíðan og lífsgæði en ekki eru allir að nýta frítíma sinn vel. Tómstundamenntun er það ferli að kenna fólki að nota frítíma sinn á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Caldwell og Smith hafa lengi unnið með tómstundamenntun og ásamt fleirum hafa þau þróað verkfærin „TimeWise“ og „HealthWise“, sem þau hafa innleitt og rannsakað með góðum árangri.

Erindin eiga við háskólakennara, rannsakendur, nemendur við HÍ, tómstunda- og félagsmálafræðinga, starfsfólk og leiðbeinendur á vettvangi frítímans, grunnskólakennara og aðra þá sem vinna með börnum og ungu fólki. sem og fyrir aðra áhugasama um viðfangsefnið.

 

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012