Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Fyrirlestur: Samfélagsþróunin, veraldarhyggjan og trúarlífið

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
17. október 2016 - 12:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 229
Háskóli Íslands

Mánudaginn 17. október n.k. heldur Rúnar Vilhjálmsson fyrirlestur á málstofu í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Málstofan hefst kl. 12:00 og lýkur kl. 13:10. Athugið breyttan tíma frá fyrri málstofum. Málstofustjóri er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Samfélagsþróunin, veraldarhyggjan og trúarlífið.

Erindið fjallar um félagsvísindalegar kenningar um stöðu og þróun trúarbragða og trúarlífs í samfélaginu í ljósi hugmynda um nútímavæðingu og veraldarhyggju. Farið er sérstaklega yfir rannsóknir og niðurstöður um þróun trúarlífs á Íslandi og niðurstöður túlkaðar í ljósi kenningarlegrar umræðu. Loks verður horft til ógnana og tækifæra í þróun trúarstofnana á næstu árum og áratugum.

Rúnar Vilhjálmsson er prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknarsvið Rúnars innan félagsfræðinnar eru heilsufélagsfræði, félagsfræði unglinga, og félagsfræði vísinda. Rúnar hefur meðal annars fengist við rannsóknir á geðheilbrigði fullorðinna, áhættuhegðun unglinga og árangri háskólamanna í kennslu og rannsóknum. Rúnar er núverandi formaður Félags prófessora við ríkisháskóla og stjórnarmaður í Hinu íslenska biblíufélagi.

Málstofan er öllum opin.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012