Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Með fróðleik í fararnesti - Skordýraskoðun í Elliðaárdalur

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
12. júní 2014 - 19:00
Nánari staðsetning: 
Lagt verður af stað frá gömlu rafstöðinni við Elliðaár
Háskóli Íslands

Hvað leynist í laufinu? Skordýr eru án efa fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði, og Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, leiða göngu í Elliðaárdal þar sem skyggnst verður inn í heim skordýranna. Lagt verður af stað frá gömlu rafstöðinni við Elliðaár kl. 19. Gert er ráð fyrir að gönguferðin taki um það bil tvær klukkustundir. Göngumenn eru hvattir til að taka með sér stækkunargler. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna.

Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir sem efnt var til í tilefni aldarafmælis skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum og nú hjólaferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Ferðirnar verða sex talsins og tekur hver um tvær klukkustundir. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

Markmiðið með samstarfinu er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi háskólans og Ferðafélagsins.
------------------------------------------
Næstu ferðir:

23. ágúst kl. 11 – Silke Werth, nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun, og Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild,  leiða gönguferð í Heiðmörk þar sem sveppum verður safnað saman og fræðst um þá, verkun þeirra og matreiðslu. Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 11. Hægt verður að sameinast þar í bíla.

13. september kl. 11 - Karl Benediktsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, leiðir hjólaferð um hjólastíga borgarinnar. Staldrað verður við á nokkrum stöðum og fjallað um breytta borgarmynd. Þátttakendur mæti á reiðhjóli. Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 11.

11. október kl. 11 - Steinunn J. Kristjánsdóttir  og Orri Vésteinsson, prófessorar við Sagnfræði- og heimspekideild, leiða göngu um miðborgina þar sem skyggnst verður inn í upphaf landnáms og horft yfir sundið til Viðeyjar. Lagt verður af stað frá Aðalstræti 16  kl. 11.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012