Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Leyna stjórnvöld mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning? Kynning á niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar.

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
4. október 2016 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
stofa N-132
Háskóli Íslands

Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn,  heldur erindi þriðjudaginn 4. október í Háskóla Íslands á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. 

Í eindi sínu fjallar Jóhanna um niðurstöður könnunar frá júlí 2016 um viðhorf fólks til upplýsingagjafar stjórnvalda (ríkisstjórnar, ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnanir þeirra, þjónustustofnana og eftirlitsstofnana á vegum ríkisins). Markmið rannsóknarinnar var að kanna hug almennings til upplýsingagjafar, þ.e. hvort svarendur teldu stjórnvöld leyna mikilvægum upplýsingum sem ættu erindi við almenning og varða almannahagsmuni annars vegar og opinber útgjöld hins vegar. Í samræmi við íslensk lög er stjórnvöldum skylt að virða upplýsingarétt almennings. Þeim ber að halda í heiðri rétt borgaranna til aðgengis að upplýsingum sem liggja hjá stjórnvöldum, þó með vissum takmörkunum sem varða einka- og almannahag. Almenningur virðist vera þeirrar skoðanir að slíkum upplýsingum sé að ýmsu leyti haldið leyndum.
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar nefndu um 85% svarenda að ríkisstjórnin og ráðuneytin leyndu almenningi upplýsingum sem vörðuðu almannahagsmuni oft eða stundum og aðrir opinberir aðilar um 70-80%. Þegar horft var til opinberra útgjalda nefndu yfir 75% að ríkisstjórnin og ráðuneytin gerðu slíkt og aðrir aðilar um 60-80%. Þessar niðurstöður verða bornar saman við fyrri könnum um sama málefni sem framkvæmd var 2012.

Jóhanna Gunnlaugsdóttir er prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn og rafrænum samskiptum hjá skipulagsheildum. Hún hefur starfað við HÍ sl. 16 ár, en áður vann hún hjá eigin ráðgjafarfyrirtæki á sviði upplýsingamála, Gangskör sf., í u.þ.b. 20 ár og vann með liðlega 100 fyrirtækjum og stofnunum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012