Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Menntakvika — árleg ráðstefna Menntavísindasviðs

Hvenær hefst þessi viðburður: 
7. október 2016 - 9:00 til 17:00
Staðsetning viðburðar: 
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Háskóli Íslands

Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Menntakvika: Rannsóknir, nýbreytni og þróun verður haldin í tuttugasta sinn við Háskóla Íslands þann 7. október 2016. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í menntavísindum og tengdum sviðum.

Hátt í 260 erindi í 62 málstofum verða flutt á ráðstefnunni og nokkur veggspjöld sem snerta öll fræðasvið menntavísinda. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt og má þar nefna borgaralega þátttöku ungs fólks, heilsuhegðun, líkamsímyndir, málefni framhaldsskóla, menntun ungra barna, skóla án aðgreiningar, skólamáltíðir og margt fleira. Í ár verður lögð sérstök áhersla á heildstæðar málstofur frá rannsóknarstofum eða –hópum en einnig verða þverfræðilegar málstofur.

Þátttakendur Menntakviku hafa aldrei verið fleiri. Þessi mikli áhugi endurspeglar þá grósku sem ríkir í menntavísindum hér á landi um þessar mundir. Við vonum að ráðstefnan verði vettvangur góðrar umræðu, uppspretta nýrra hugmynda og þekkingar. Öflugar rannsóknir í menntavísindum eru forsenda framþróunar í menntakerfinu sem er allra hagur.

Dagskrá Menntakviku

Viðburðurinn á Facebook


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012