
Miðvikudaginn 21. september nk. standa Lögmannafélag Íslands og Lagastofnun Háskóla Íslands fyrir kynningarfundi um notkun kviðdóms í bandarísku réttarkerfi, uppruna þessa kerfis og þróun.
Fundurinn fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst kl. 12:00. Í hléi verður boðið upp á veitingar.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráningu lýkur á hádegi þriðjudaginn 20. september nk. Skráning hér.
Framsaga á fundinum verður í höndum Hon. Francis Wasserman District Court Jugde í Colarado, en hann gengdi áður stöðu aðalsaksóknara Colorado-fylkis í hartnær 20 ár. Á ferli sínum hefur Wasserman komið að rekstri þúsunda sakamála, ýmist sem saksóknari eða dómari, 450 þeirra mála hafa verið rekin fyrir kviðdómi, þar af 60 morðmál. Einnig gegnir Wasserman stöðu aðjúnkts við nokkra háskóla í Bandaríkjunum. Wasserman hefur um árabil flutt fyrirlestra um réttarfar í sakamálum í Bandaríkjunum bæði fyrir lögmannafélög og háskóla í Mið- og Norður Ameríku, auk Evrópu.
Í tengslum við fundinn verður sýndur þátturinn “IN THE JURY ROOM” sem sjónvarpsstöðin ABC lét gera í tengslum við morðmál í Colorado, en niðurstaðan í því máli vakti á sínum tíma miklar umræður í Bandaríkjunum. Í þættinum gefst einstakt tækifæri til að setja sig inn í hlutverk kviðdómenda og rökræður þeirra um sekt eða sakleysi sakborninga við úrlausn mála, sem alla jafna fer fram fyrir luktum dyrum.
Að framsöguerindi loknu verður opnað fyrir almennar umræður. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl. 14:00