Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Viðhorf ferðamanna til virkjana og raflína

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
21. september 2016 - 16:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 129
Þorkell Stefánsson

Þorkell Stefánsson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í ferðamálafræði. Heiti verkefnisins er Viðhorf ferðamanna til virkjana og raflína.

Ágrip

Undanfarin ár hefur mikilvægi orkuvinnslu og ferðaþjónustu fyrir íslenskt hagkerfi farið vaxandi. Báðar þessar atvinnugreinar byggja á nýtingu náttúruauðlinda til verðmætasköpunar. En geta þessar tvær tegundir auðlindanýtingar farið saman án þess að til hagsmunaárekstra komi? Í þessari rannsókn, sem beinir sjónum að viðhorfum ferðamanna til virkjana og raflína, er leitað svara við þessari spurningu. Rannsóknin byggir á spurningalistum sem voru lagðir fyrir ferðamenn á sjö ferðamannastöðum þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa virkjanir. Niðurstöður sýna að flestum ferðamönnum finnst lítt snortin náttúra vera hluti af aðdráttarafli rannsóknarstaðanna og flestir eru á þeirri skoðun að fyrirhugaðar virkjanir og orkumannvirki myndu minnka áhuga þeirra á að heimsækja svæðin. Ferðamenn hafa enn fremur frekar neikvætt viðhorf til raflína, sérstaklega á hálendinu, þær þykja meðal óæskilegustu mannvirkja og fæstir telja þær viðeigandi á víðernum. Andstaða við raflínur er mest meðal íslenskra ferðamanna auk Frakka og Norðurlandabúa. Þannig er ljóst að hagsmunaárekstrar munu að öllum líkindum koma upp ef virkjanir og tengd mannvirki rísa nálægt svæðum þar sem náttúrufegurð er helsta aðdráttarafl ferðamanna. Allt bendir til að íslensk náttúra verði nýtt í auknum mæli til bæði ferðaþjónustu og orkuvinnslu á næstu árum. Mikilvægt er að byggja ákvarðanir um staðsetningu og hönnun orkumannvirkja á þekkingu á áhrifum þeirra á ferðamennsku þannig að að orkunýting hafi sem minnst neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, einstaka landshluta og þjóðarbúið í heild sinni.

Leiðbeinendur: Anna Dóra Sæþórsdóttir og Rannveig Ólafsdóttir, báðar prófessorar við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Prófdómari: Rut Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá Landsneti.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012