Hvenær hefst þessi viðburður:
9. desember 2013 - 20:00
Nánari staðsetning:
Hannesarholt

Viðburður í tengslum við útgáfu „Dagbókar 2014 - Árið með heimspekingum“, mánudaginn 9. desember, kl. 20 í Hannesarholti, Grundarstíg 10.
Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans
Svo virðist sem hugðarefni margra kvenheimspekinga séu og hafi verið á skjön við ýmis ráðandi stef í kenningum karl-heimspekinga. Í framsögu sinni veltir Sigríður Þorgeirsdóttir upp þeirri spurningu hvort saga vestrænnar heimspeki sé á einhvern hátt öðruvísi þegar hún er sögð í ljósi kvennanna sem lagt hafa stund á heimspeki í gegnum tíðina. Hugsuðu þær á einhvern hátt öðruvísi?