
Kynningarfundur fyrir framhaldsnema við Uppeldis- og menntunarfræðideild verður haldinn mánudaginn 29. ágúst í húsakynnum Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.
Á fundinum kynnir deildarforseti námið og síðan verður hópnum skipt eftir námsbrautum þar sem formenn námsbrauta munu ræða við ykkur nánar um námsskipulag o.fl.
Dagskrá:
Almenn kynning: Ólafur Páll Jónsson, deildarforseti
Skriða, fyrirlestrarsalur (gengið inn um aðalinngang frá Háteigsvegi).
Kynning eftir námsbrautum:
Menntastjórnun og matsfræði: Anna Kristín Sigurðardóttir, námsbrautarformaður Stofa H202
- Leiðtogar, nýsköpun og stjórnun
- Matsfræði
- Stjórnun menntastofnana
Menntunarfræði og margbreytileiki: Berglind Rós Magnúsdóttir, námsbrautarformaður Stofa H203
- Lestrarfræði (viðbótardiplóma)
- Lífsleikni, sjálfsmyndir og farsæld
- Lýðræði, jafnrétti og fjölmenning
- Nám fullorðinna
- Sérkennslufræði
- Uppeldis- og menntunarfræði
Sálfræði í uppeldis- og menntavísindum: Hrund Þórarins Ingudóttir, námsbrautarformaður Stofa H204
- Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf
- Heilbrigði og velferð (viðbótardiplóma)
- Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn
- Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á þroska, mál og læsi