Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Jane Goodall heldur opið erindi

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
15. júní 2016 - 17:00 til 19:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stóri salur
Dr. Jane Goodall. Photo by Robert Ratzer.

Dr. Jane Goodall heldur opið erindi hér á landi miðvikudaginn 15. júní, þar sem hún mun meðal annars fjalla um áskoranir í náttúrvernd. Þetta er einstakur viðburður sem mun ekki láta neinn ósnortinn. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Jane Goodall hefur helgað líf sitt náttúru- og dýravernd en þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. Hún setti á fót Stofnun Jane Goodall (The Jane Goodall Institute) sem starfar af þeirri hugsjón að veita fólki innblástur og hvatningu til virkrar þátttöku í verndun og velferð dýra, sem og verndun jarðarinnar allrar. Dr. Jane Goodall er einnig friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna og heldur fyrirlestra um allan heim þar sem hún leggur höfuðáherslu á umhverfisvernd. Hún stofnaði einnig Roots & Shoots hreyfinguna sem nær til þúsunda ungmenna í yfir 100 löndum og eflir þau og virkjar til að leggja sitt af mörkum við verndun jarðarinnar.

Heimsókn Dr. Jane Goodall er unnin í samstarfi Alþjóðamálastofnunar, Líffræðistofu, Stofnunar Sæmundar fróða og þverfræðilegrar námsbrautar í umhverfis og auðlindafræði við Háskóla Íslands, auk Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Landverndar, Líffræðifélags Íslands og Vakandi.

Dr. Goodall dvelur hér á landi dagana 12.-16. júní 2016 og mun hitta framhaldsnemendur við Háskóla Íslands auk barna sem taka þátt í Grænfánaverkefnum Landverndar, Háskóla unga fólksins og sumarskóla Náttúrufræðistofu Kópavogs. 

Nánari upplýsingar má finna á facebook-síðu heimsóknarinnar og einnig er hægt að skrá sig á opna erindið á facebook


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012