
Jean-Michel Kalmbach, dósent í hagnýtum málvísindum við háskólann í Jyväskylä í Finnlandi, heldur fyrirlestur um kennslu franskrar málfræði á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku og ber yfirskriftina « La contextualisation de la description de la grammaire dans les grammaires françaises produites hors de France : découvertes et enseignement ».
Jean-Michel Kalmbach hefur stundað rannsóknir á kennslu franskrar málfræði og fransks framburðar og gefið út fræðirit um það efni. Hann tekur þátt rannsóknarverkefninu « Grammaires et contextualisation » (GRAC), sem er hluti af rannsóknarhópnum « Didactique des langues, des textes et des cultures » við Sorbonne-háskóla (Paris III Sorbonne-Nouvelle). Um þessar mundir stýrir hann verkefni um franskan málfræðivef sem verður opnaður í júlí 2016 af alþjóðlegum samtökum frönskukennara (FIPF) og stofnun franskrar tungu og tungumála sem töluð eru í Frakklandi (DGLFLF).
Allir eru velkomnir.