Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

GLAC 22 - Alþjóðleg ráðstefna í germönskum málvísindum

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
20. maí 2016 - 8:30 til 21. maí 2016 - 18:45
Háskóli Íslands

Alþjóðleg ráðstefna í germönskum málvísindum, 22nd Germanic Linguistics Annual Conference (GLAC 22, 2016), verður haldin í Háskóla Íslands dagana 20.–22. maí 2016. Flutt verða um 130 erindi, auk þess sem kynnt verða 15 veggspjöld. Gert er ráð fyrir að þátttakendur og gestir verði hátt í 200 talsins. Þar á meðal eru virtir sérfræðingar í germönskum málvísindum frá fjölmörgum þjóðlöndum beggja vegna Atlantsála.

GLAC-ráðstefnan hefur verið haldin árlega síðan 1995 á vegum Society for Germanic Linguistics (SGL) í Bandaríkjunum (http://german.lss.wisc.edu/~sgl) og er venjulega haldin þar vestra. Stjórn germanska málvísindafélagsins vildi að þessu sinni breyta til, ekki síst til að fá tækifæri til að heiðra sérstaklega tvo mikilvirka og mikilsvirta íslenska málfræðinga, prófessorana Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason, sem báðir láta af störfum á árinu 2016. Þessir fræðimenn hafa ekki aðeins lengi starfað við Háskóla Íslands og byggt upp innviði í íslenskum málvísindum hér heldur hafa þeir einnig getið sér framúrskarandi gott orð á alþjóðavettvangi, hvor á sínu sérsviði, Höskuldur fyrst og fremst í setningafræði en Kristján einkum í hljóðkerfisfræði. Þeir eru báðir boðsfyrirlesarar á ráðstefnunni.

Málvísindastofnun Háskóla Íslands heldur GLAC-ráðstefnuna í samvinnu við bandaríska starfsfélaga í SGL. Nánari upplýsingar um skráningu og dagskrá eru á vefsíðu ráðstefnunnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012