Hvenær hefst þessi viðburður:
6. desember 2013 - 11:00 til 12:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Fundarherbergi 3. hæð

Friðrik G. Olgeirsson heldur erindið „Saga skatta og skattkerfisbreytinga á Íslandi 1877–2012“á málstofu hjá Hagfræðideild.
Eftir að búið var að stofna landssjóð 1. apríl 1871 og Alþingi komið með fjárveitingarvald og síðan löggjafarvald í íslenskum sérmálum með stjórnarskrá 1874 varð ekki framhjá því horft að Íslendinga skorti fjármagn til framkvæmda. Tíundarkerfið var úrelt og við þessu var brugðist með skattkerfisbreytingu árið 1877 sem kom til framkvæmda tveimur árum seinna. Um var að ræða tekju- og eignarskattskerfi sem náði þó í fyrstu aðeins til hluta þjóðarinnar. Allar götur síðan hefur skattalögum verið breytt nær árlega en það getur bitnað á skilvirkni skattkerfisins. Víða erlendis eru slíkar breytingar tiltölulega sjaldgæfar og þar er því mun meiri stöðugleiki í skattframkvæmd. Málshefjandi mun rekja helstu þætti skattasögu Íslendinga á tímabilinu 1877–2012.
Friðrik G. Olgeirsson er sagnfræðingur og starfar einnig sem rithöfundur. Hann hefur gefið út nítján bækur, auk þess sem hann hefur skrifað fjölmargar ritgerðir í tímarit og greinar í blöð.