Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Tvö heimili barns, reynsla feðra og sjónarhorn kerfiskenningarinnar

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
1. apríl 2016 - 12:10 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 132
Háskóli Íslands

Málstöfuröð Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd vorið 2016 ber yfirskriftina Feður og fjölskylda.

Þann 1. apríl  mun Heimir Hilmarsson halda erindi sem ber heitið Tvö heimili barns, reynsla feðra og sjónarhorn kerfiskenningarinnar. Í erindinu verður fjallað um reynslu feðra sem ekki deila lögheimili með barni sínu og hvernig þeir upplifa reglur sem um slíka stöðu gilda. Í viðtölum við fimm feður, sem eiga börn sem dvelja reglulega hjá þeim en eiga lögheimili hjá móður, kom í ljós að þeir upplifa sterkt að kerfið geri ekki ráð fyrir barni á heimili þeira.

Í erindinu verður notast við sjónarhorn kerfiskenningar og fjallað um fjölskyldukerfi barns. Fjölskyldukerfi barns á tveimur heimilum er fjölbreyttara en þegar það er á einu heimili og það er áskorun fyrir fagaðila í fjölskyldu- og félagsráðgjöf að takast á við þau félagslegu verkefni sem fylgja breyttu fjölskyldumynstri.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012