Hvenær hefst þessi viðburður:
7. apríl 2016 - 17:00 til 18:00
Staðsetning viðburðar:

Verkfræðinemarnir í Team Spark vinna nú hörðum höndum að því að klára smíði kappakstursbílsins, TS16, og munu afhjúpa hann við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi fimmtudaginn 7. apríl kl. 17.
Athöfnin er opin öllum og býður Team Spark gesti og gangandi velkomna að skoða afrakstur vetrarins. Að loknum stuttum ávörpum og kynningu verður bílinn afhjúpaður. Ókeypis er á viðburðinn og léttar veitingar verða í boði.
Team Spark er kappakstursliðHáskóla Íslands sem í vetur hefur hannað og smíðað rafknúinn kappakstursbíl fyrir stærstu alþjóðlegu verkfræðinemakeppni í heimi, Formula Student. Mun Team Spark keppa á hinni frægu Silverstone-braut í Bretlandi í sumar og svo í fyrsta sinn einnig á Ítalíu. Þetta er í fimmta sinn sem Team Spark heldur út með bíl á keppnina en liðinu hefur farið mikið fram á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan það hóf þátttöku í keppninni.