Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Vinnumat á villigötum? Háskólakennarar á tímum nýfrjálshyggju

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
18. apríl 2016 - 12:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
132
Háskóli Íslands

Lawrence D. Berg og Edward H. Huijbens kynna nýja grein sem þeir eru höfundar að ásamt Henrik Gutzon Larsen og sem ber titilinn Producing anxiety in the neoliberal university.

Í kynningunni verður greint frá vísbendingum og heimildum um hvernig nýfrjálshyggjuvæðing háskóla í Norður-Evrópu veldur kvíða meðal akademískra starfsmanna skólanna. Áhersla er lögð á birtingarmyndir nýfrjálshyggjuvæðingarinnar í gegnum ólík vinnumatskerfi skólanna, sem gera þá að vettvangi vaxandi samkeppni og hagræðingar. Í kynningunni verður sýnt fram á hvernig háskólarnir hafa þróað með sér öflug samkeppnis- og matskerfi. Þessi kerfi eru ólík en miða þó öll að aðgreiningu, sem býr í haginn fyrir nýfrjálshyggjuvæðingu háskólanna. Ofan í kaupið bætist svo hvernig kerfin valda viðvarandi kvíða meðal starfsfólks. Í kynningunni verður því haldið fram að þessi birting nýfrjálshyggjuvæðingar sé aðeins angi af sköpun kvíða meðal fólks almennt, þar sem mýkri stjórntæki eftirlits og talningar eru orðin almenn í samfélaginu.

Um höfunda:

Lawrence D. Berg er prófessor í landfræði og leiðir rannsóknarhóp um samfélags-, rýmis- og efnahagslegt réttlæti við háskólann í Bresku Kólumbíu (UBC) í Kanada. Hann hefur birt fjölda greina um gagnrýna landfræði, þar af nokkrar um nýfrjálshyggjuvæðingu æðri menntunar auk þess að ritstýra til 15 ára leiðandi tímariti um gagnrýna landfræði. Nýlega lauk hann 18 ára stjórnarsetu í alþjóðlegum rannsóknarhópi gagnrýnna landfræðinga (e. International Critical Geography Group).

Edward H. Huijbens er landfræðingur sem rannsakar ferðamál á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi sem sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Hann er jafnframt prófessor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.  

Henrik Gutzon Larsen er dósent í mannvistarlandfræði við Lundarháskóla í Svíþjóð. Hann rýnir í rannsóknum sínum í samspil valds og rýmis, sérstaklega með tilliti til húsnæðismála í borgum, hugmyndasögu landfræðinnar og samskipta smáríkja.

Fyrirlesturinn er á vegum námsbrautar í land- og ferðamálafræði.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012