Hvenær hefst þessi viðburður:
20. apríl 2016 - 12:30 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Kapellan

Siggi spilar verk eftir Beethoven og Atla Heimi.
Strokkvartettinn Siggi flytur strengjakvartett í f moll opus 95, Serioso, eftir Ludwig van Beethoven og Sjö smámuni fyrir strengjakvartett eftir Atla Heimi Sveinsson. Strokkvartettinn Sigga skipa fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir sem leikur á víólu og Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló.
Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og allir eru velkomnir.
Nánari upplýsingar:
Kvartettinn var stofnaður árið 2012 og lék þá sína fyrstu tónleika á UNM hátíðinni í Reykjavík.
Síðan þá hefur kvartettinn starfað reglulega og haldið tónleika víða um land.
Á efnisskrá kvartettsins eru auk annarra verk Haydn og Mozart, Prokofiev, Shostakovich, Scelsi, Atla Heimis Sveinssonar, Hauks Tómassonar, Arvo Paert, Naomi Pinnock og Unu Sveinbjarnardóttur.
Nýlega hóf kvartettinn að æfa verk Ludwig van Beethoven. Samhliða því verkefni leitast Siggi við að flytja nýja tónlist og gjarnan er íslensk tónlist 20. og 21. aldar á nótnapúltum.
Þau Una, Helga Þóra, Þórunn og Sigurður eru öll félagar í Kammersveit Reykjavíkur og leika í Sinfóníuhljómsveit Íslands.