Hvenær hefst þessi viðburður:
6. apríl 2016 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 103

Dr. Þórhildur Halldórsdóttir heldur hádegisfyrirlestur í boði Sálfræðideildar miðvikudaginn 6. apríl næstkomandi í stofu 103 í Lögbergi milli 12 og 13.
Útdráttur:
Þrátt fyrir að gagnreynd meðferðarúrræði hafa verið þróuð fyrir helstu geðraskanir hjá börnum og unglingum er ennþá hátt hlutfall einstaklinga sem svara ekki meðferð. Fylgiraskanir, þ.e. að greinast með fleiri en eina geðröskun, gætu verið ein ástæða fyrir þessum erfiðleikum. Í erindinu verður fjallað um áhrif fylgiraskana á birtingarmynd geðraskana og virkni meðferðarúrræða. Sérstaklega verða áhrif ADHD á hugræna atferlismeðferð við kvíðaröskun og kvíða á meðferðarúrræði við mótþróaþrjóskuröskun athuguð. Að lokum verður fjallað stuttlega um samspil erfða og umhverfisþátta, eins og áfalls í æsku, við myndun geðraskana og hvernig frekari vitneskja á þessu sviði gæti leitt til betrumbættra meðferðarúrræða.
