Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Fyrirlestur á vegum Sálfræðideildar - Fylgiraskanir: Gagnreynd meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
6. apríl 2016 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 103
Háskóli Íslands
Dr. Þórhildur Halldórsdóttir heldur hádegisfyrirlestur í boði Sálfræðideildar miðvikudaginn 6. apríl næstkomandi í stofu 103 í Lögbergi milli 12 og 13. 
 
Útdráttur:
Þrátt fyrir að gagnreynd meðferðarúrræði hafa verið þróuð fyrir helstu geðraskanir hjá börnum og unglingum er ennþá hátt hlutfall einstaklinga sem svara ekki meðferð. Fylgiraskanir, þ.e. að greinast með fleiri en eina geðröskun, gætu verið ein ástæða fyrir þessum erfiðleikum. Í erindinu verður fjallað um áhrif fylgiraskana á birtingarmynd geðraskana og virkni meðferðarúrræða. Sérstaklega verða áhrif ADHD á hugræna atferlismeðferð við kvíðaröskun og kvíða á meðferðarúrræði við mótþróaþrjóskuröskun athuguð. Að lokum verður fjallað stuttlega um samspil erfða og umhverfisþátta, eins og áfalls í æsku, við myndun geðraskana og hvernig frekari vitneskja á þessu sviði gæti leitt til betrumbættra meðferðarúrræða.
 
Dr. Þórhildur Halldórsdóttir lauk BA gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2007. Hún hélt þaðan til Bandaríkjanna þar sem hún starfaði á ADHD rannsóknarstofu Dr. Andreu Chronis-Tuscano við University of Maryland, áður en hún hóf framhaldsnám í klíniskri barnasálfræði við Virginia Tech. Þar lauk hún MS- og doktorsnámi undir leiðsögn Dr. Thomas Ollendick með sérhæfingu í kvíða- og hegðunarröskunum. Hennar helsta rannsóknarsvið snýr að meðferðarúrræðum fyrir börn og unglinga sem þjást af kvíða- og hegðunarröskunum auk áhrifa fylgiraskana á birtingarmynd algengra geðraskana og virkni gagnreyndra meðferðarúrræða. Þórhildur starfar nú sem nýdoktor við Max Planck Institute of Psychiatry í Þýskalandi þar sem hún rannsakar samspil umhverfisþátta og erfða í myndun geðraskana, einna helst þunglyndis, kvíða- og áfallastreituraskana.
 
 

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012