
Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um farsælt skóla- og frístundastarf með fjölbreyttum barna- og nemendahópum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Megináhersla verður á málörvun, læsi og fjöltyngi. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar um árangursríkt skólastarf með nemendum af erlendum uppruna í leik-, grunn, og framhaldsskólum á Norðurlöndunum:
Einnig verða kynningar á öðrum rannsóknum og þróunarverkefnum í skólum á Íslandi um árangursríkt skólastarf með fjölbreyttum hópum barna og nemenda þar sem áhersla er lögð á eflingu tungumála.
Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni verða þau Jim Cummins prófessor við Háskólann í Toronto, og Hanna Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Ráðstefnan er sérstaklega ætluð kennurum og starfsfólki á öllum skólastigum og starfsfólki í frístundastarfi en aðrir áhugasamir eru einnig velkomnir. Að ráðstefnunni standa íslenski rannsóknarhópurinn í Learning Spaces verkefninu og Samtök áhugafólks um skólaþróun.
Ráðstefnan verður að meginhluta á íslensku.
Nánari upplýsingar á vef Samtaka áhugafólks um skólaþróun