Hvenær hefst þessi viðburður:
17. mars 2016 - 17:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Litla torg

Þann 17.mars næstkomandi mun franska sendiráðið halda tónleika í tilefni daga franskrar tungu. Tónleikarnir verða á Litla-Torgi í Háskóla Íslands og hefjast kl 17.00. Aðgangur ókeypis og franskt vín í boði.
Í ár hefur sendiráðið fengið nokkra listamenn til liðs við sig og sjá þeir um að spila og syngja franskar dægurlagaperlur.
Eftirfarandi eru þeir listamenn sem koma fram:
Ásgrímur Angantýs, píanó, Helga Þóra Björgvins, fiðla, Hildur Magnúsdóttir, söngur, Hljómsveitin Belleville, Jóhanna Vigdís, söngur, Marion Herrera, söngur + harpa, Unnur Sara Eldjárn, söngur, Védís Hervör, söngur
Á meðan á tónleikunum stendur hafa tónleikagestir tækifæri á að leggja fram frjáls framlög til styrktar átaki Mottumars.