Hvenær hefst þessi viðburður:
10. febrúar 2016 - 12:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
HT-303

Nemendum Háskóla Íslands stendur til boða að fara í sumarnám á Indlandi og í Kína árið 2016. Sumarskólarnir eru reknir í tengslum við Nordic Centre í hvoru landi en það eru samtök norrænna háskóla sem eiga aðild að menntamiðstöðvum í Nýju Delí og Sjanghæ sem HÍ er aðili að.
Á fundinum segir Már Karlsson, MBA-nemi við HÍ, sem fór í sumarskólann í Sjanghæ á síðasta ári frá reynslu sinni.
Umsóknarfrestur fyrir sumarskólana á Indlandi og í Kína er þriðjudagurinn 23. febrúar.