Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði: Svartidauði og klaustrin

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
20. janúar 2016 - 12:00
Staðsetning viðburðar: 
Háskóli Íslands

Dr. Steinunn Kristjánsdóttir flytur fyrirlesturinn „Svartidauði og klaustrin“ í fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga, námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafns Íslands.

Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafns Íslands 20. janúar og hefst kl. 12.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um áhrif Svartadauða á íslensku klaustrin. Miðað verður eingöngu við plágurnar sem gengu yfir á árunum 1402-1404 og 1494-1495 þegar flest klaustranna voru í rekstri hér á landi. Horft verður til fjárhagslegrar stöðu þeirra fyrir og eftir Svartadauða en einnig mannfalls innan þeirra. Ekki verður skoðað sérstaklega hvaða myndir sjúkdómsins þrifust hér, né heldur útbreiðslu hans eða hegðun á landsvísu.

Hér má nálgast dagskrá allrar fyrirlestraraðarinnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012