Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Um námsumhverfi í framhaldsskólum

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
3. febrúar 2016 - 16:20 til 17:05
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
K-206
""

Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs við Háskóla Íslands boða til opinna funda um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Erindin eru að jafnaði um 20 mínútur og jafnlangur tími er ætlaður til umræðna. Erindin eru flutt á íslensku nema annað sé tekið fram.

Á fyrstu málstofunni munu Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Sigrún Harpa Magnúsdóttir, verkefnisstjóri á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar halda erindi undir yfirskriftinni: Um námsumhverfi í framhaldsskólum.

Fjallað er um niðurstöður rannsóknar sem lýsa viðhorfum nemenda í framhaldsskólum til umhverfis í skólastofum, þ.e. hvort það hentar vel eða illa til náms að þeirra mati. Hugmyndir þeirra eru bornar saman við það umhverfi sem er ríkjandi í framhaldsskólum. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn um starfshætti í framhaldsskólum.

Gerðar voru vettvangskannanir í kennslustundum og tekin viðtöl við nemendahópa og notaðar myndir til að hvetja til umræðu. Helstu niðurstöður benda til ákveðins misræmis milli þess sem er og þess sem nemendur kjósa helst. 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012