Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Með fróðleik í fararnesti - Á slóðum kræklingsins í Hvalfirði

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
9. apríl 2016 - 11:00
Staðsetning viðburðar: 
Háskóli Íslands

Kræklingur er herramannsmatur en það þarf að kunna á hann, vita hvenær má tína hann og borða og hvernig á að elda hann. Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, leiða ferð upp í Hvalfjörð, fræða þátttakendur og töfra fram veislu í fjörunni. Þátttakendur mæti í stígvélum, með ílát fyrir kræklinginn og gjarnan með hlýja vettlinga og góða gúmmíhanska. Áætlað er að ferðin taki um 3 klukkustundir. Áður en ekið er af stað í halarófu verður hálftíma fræðsla í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Gangan er hluti af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í þessum áhugaverðu gönguferðum. Markmiðið með þeim er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012