
Fyrirlestur Camillu Gunell, landstjóra Álandseyja.
Alyson JK Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálaræðideild Háskóla Íslands, tekur einnig til máls.
Irma Ertman, sendiherra Finnlands á Íslandi, kynnir og flytur aðfararorð.
Álandseyjar eru staðsettar milli Finnlands og Svíþjóðar. Þær eru hluti af Finnlandi þrátt fyrir að vera sænskt menningarsvæði. Álensk stjórnvöld eru fullvalda og eiga fulltrúa í Norðurlandaráði. Valdatafl í kjölfar stríða og átaka á 19. öld leiddi til samnings um að eyjarnar yrðu her- og hlutlausar og þessi staða var staðfest með alþjóðlegum samningi 1921. Staða Álandseyja hefur upp frá því notið alþjóðlegrar athygli. Enn er vitnað til hennar þegar mögulegar lausnir átaka eru rædda víða um heiminn. Nú horfa Álendingar hins vegar upp á nýja stöðu í alþjóðlegum öryggismálum, líkt og aðrir Norðurlandabúar, þar sem hernaðarógnir teljast minni en oft áður. Hvaða þýðingu hefur þessi friðarstefna Álandseyja nú í þessu nýja og breytta landslagi?
Camilla Gunell hefur verið landstjóri Álandseyja frá því í nóvember 2011. Hún kemur úr flokki álenskra sósíaldemókrata og var áður mennta- og menningarmálaráðherra Álandseyja.
Fundurinn fer fram á ensku og er hann öllum opinn.