Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Svörun masturs vindmyllu í nærsviði jarðskjálfta

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
11. desember 2015 - 14:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 155
Háskóli Íslands

Guðmundur Örn Sigurðsson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í byggingarverkfræði. Heiti verkefnisins er Svörun masturs vindmyllu í nærsviði jarðskjálfta.

Ágrip

Í verkefni þessu er lögð megináhersla á svörun masturs vindmyllu í nærsviði jarðskjálfta.Skrifað hefur verið MATLAB® forrit fyrir tímaháða greiningu með einingaraðferðinni. Til að sannreyna niðurstöður greiningar með einingaraðferðinni hefur verið stuðst við reiknilíkan þróað hjá University of California í San Diego (UCSD) fyrir 65-kW vindmyllumastur. Hermun á jarðskjálftasvörun 5-MW vindmyllumasturs, sem hefur verið fjallað ítarlega um í fræðunum, var framkvæmd með því að nota safn yfirborðshröðunar tímaraða sem voru mældar í nærsviði jarðskjálfta.Nákvæm greining á hermdri svörun sýnir: (1) áraun af völdum jarðskjálfta í nærsviði jarðskjálfta getur orðið veruleg og jafnvel orðið meiri en hönnunaráraun vegna áhrifa vinds; (2) ráðandi sveiflutími hröðunar yfirborðs í nærsviðs jarðskjálfta í samanburði við grunnsveiflutíma vindmyllumastursins er mjög mikilvæg grunnbreyta (3) greining á svörunarrófi með sameiningu sveifluhátta er fullnægjandi fyrir forhönnun að því tilskildu að beitt sé svörunarrófi að viðeigandi lögun; (4) Verulegt vanmat á nærsviðs jarðskjálftasvörun mannvirkja verður ef stuðst er við Eurocode 8 (EC8) svörunarrófið. Með hliðsjón af niðurstöðum hér að ofan hafa viðeigandi reiknilíkön fyrir nærsviðs jarðskjálftasvörun verið rannsökuð. Niðurstan er að tíðnirúmslíkan Rupakhety o.fl. (2011) reyndist mun áreiðanlegra en EC8 líkanið. Jarðskjálftasvörun reiknuð með líkani Rupakhety o.fl. (2011) hafði 75% fylgni við niðurstöður fengnar með tímaraðagreiningu en niðurstöður fengnar með EC8 líkaninu reyndust hafa mun veikari fylgni.

Leiðbeinendur: Rajesh Rupakhety og Símon Ólafsson
Prófdómari: Eysteinn Einarsson

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012