
Hádegisfundur á vegum jafnréttisnefndar HÍ og jafnréttisnefnda Heilbrigðisvísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
Líðan og álag í starfi vísindafólks er brýnt viðfangsefni og mikið til umræðu í háskólasamfélaginu. Á þessum hádegisfundi fjallar ungt vísindafólk um sína upplifun af því að flétta saman ábyrgð og metnað á tveimur vígstöðvum - í vísinda- og kennslustörfum og á heimilinu. Einnig verður fjallað um niðurstöður könnunar um starfsánægju innan Háskóla Íslands. Að erindum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal, rætt um stöðu mála og hugsanleg næstu skref.
Fundarstjóri er Magnús Lyngdal Magnússon, aðstoðarmaður rektors Háskóla Íslands
Viðburðurinn á Facebook
Dagskrá:
Helstu niðurstöður um streitu í starfánægjukönnun meðal starfsmanna HÍ: Hildur Halldórsdóttir, verkefnisstjóri á starfsmannasviði HÍ
Hvar eru svörtu buxurnar mínar?: Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild
On the transition from post-docs to tenured positions: Valentina Giangreco Puletti, dósent við Raunvísindadeild
Jafn réttur til náms: Einar Pétur Heiðarsson, doktorsnemi við Líf- og umhverfisvísindadeild og fulltrúi frá FeDon
Ekkert kostar á viðburðinn sem bæði fer fram á íslensku og ensku. Öll eru velkomin!
***