Clik here to view.

Guðbjörg Brá Gísladóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í byggingarverkfræði.
Heiti fyrirlestursins er Léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu - forhönnun lestarleiðar.
Ágrip:
Verkefnið er fólgið í forhönnun 5,8 km brautar fyrir léttlest milli Smáralindar í Kópavogi og Skeifunnar í Reykjavík með viðkomu í Mjódd. Er með því tekið mið af Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 og sýn þess varðandi samgöngu- og þróunarás, svo nefnda Borgarlínu, og er ætlað að tengja saman helstu þjónustukjarna svæðisins. Forhönnunin lýtur að planlegu og hæðarlegu brautarinnar og þar með ákvörðun á geometrískum skorðum, svo sem minnstu radíusa í plani og mesta langhalla, fyrir léttlest til almenningssamgangna á svæðinu. Önnur áskorun er að leggja brautina þannig að sem minnst röskun verði á annarri umferð, einkum bílaumferð. Þá er einnig leitast við að hönnunin sé sem hagkvæmust og falli vel að umhverfinu. Þá eru gerð drög að tímaáætlun fyrir leiðina og metin flutningsgeta kerfisins.
Leiðbeinendur voru: Sigurður Erlingsson, prófessor og Þorstein Þorsteinsson, aðjúnkt.
Prófdómari er Þórarinn Hjaltason verkfræðingur.