Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Hönnun og uppgötvun á kvíslunarreglum fyrir heiltölubestun með aðferðum reiknigreindar

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
24. september 2015 - 16:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 120
Kjartan Brjánn Pétursson

Kjartan Brjánn Pétursson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í reikniverkfræði. Heiti verkefnisins er Hönnun og uppgötvun á kvíslunarreglum fyrir heiltölubestun með aðferðum reiknigreindar.

Ágrip

Í ritgerðinni eru kynntar tvær nýjar aðferðir fyrir hönnun og uppgötvun á kvíslunarreglum (e.: branching rules) fyrir heiltölubestun í SCIP, en SCIP er opinn hugbúnaður fyrir heiltölubestun. Reglurnar eru sérstaklega hannaðar/þjálfaðar til að nýta við lausn 0-1 fjölvíða bakpokaverkefnisins með kvíslunaraðferð (e.: branch-and-bound). Önnur aðferðin lærir leiðbeint (e.: supervised) af gögnum er safnað hefur verið við að leysa hvert verkefni einu sinni fyrir hvern valkost í rót lausnartrésins. Eftir sjálfvirkt val á skýribreytum er vægi breyta úthlutað með þróunararreikniriti. Reglur sem búnar eru til með þessari aðferð eru hugsaðar til notkunar í rót lausnartrésins. Hin aðferðin notar sjálfstætt nám þar sem að skýribreytur hafa verið valdar fyrirfram, en vægi breyta eru síðan fundin með (1+1)CMA-ES reikniritinu. Reglur fundnar með báður aðferðum eru þjálfaðar á litlum bakpokaverkefnum búnum til af handahófi. Reglurnar eru síðan útfærðar í SCIP og prófaðar á bakpokaverkefnum af nokkrum stærðum og gerðum. Sýnt er fram á að báðar þessar aðferðir leiða til reglna sem flýta fyrir lausn á flestum gerðum þeirra verkefna sem lögð eru fyrir til prófunar.

Leiðbeinendur: Tómas Philip Rúnarsson og Páll Melsted.
Prófdómari: Eyjólfur Ingi Ásgeirsson


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012