Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Corrosion behavior of materials in H2S abatement system for Geothermal Power Plants

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
25. september 2015 - 14:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 158
Háskóli Íslands
Sölvi Már Hjaltason flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í vélaverkfræði. Heiti verkefnisins er Corrosion behavior of materials in H2S abatement system for Geothermal Power Plants.
 
Ágrip
 
Jarðvarmaorka er sjálfbær og hrein orka. Á meðal endurnýjanlegra orkugjafa er jarðvarmaorka aðlaðandi þar sem hægt er að nýta hana stanlaust óháð veðurskilyrðum. Samt sem áður, við nýtingu er gösum á borð við koldíoxíð (CO2) og brennisteinsvetni (H2S) hleypt út í andrúmsloftið, þessi útblástursefni eru talin vera helsta ógn við umhverfi, öryggi og heilbrigði af völdum nýtingarinnar. Nýlega fóru íslensk orkufyrirtæki að dæla niður H2S og CO2 aftur ofan í jörðina í tilraunaverkefni sem kallast SulFix til þess að minnka losun H2S frá íslenskum jarðvarmaverum. Gösin eru leyst upp í þéttivatni við 25C og 5 bör í nýuppsettri lofthreinsistöð við Hellisheiðarvirkjun. Í þessari rannsókn er tæringarhegðun nokkurra málma, þar á meðal þess sem valin var fyrir lofthreinsiturn stöðvarinnar, rannsökuð í H2S hreinsunarferlinu.Tæringar tilraunir voru gerðar yfir tvö tímabil, 4 og 12 vikur. Sýnin voru sett inn í lofthreinsiturninn þar sem leysni H2S og CO2 á sér stað í þéttivatninu. Næmni spennutæringar (SCC) fyrir ástenísku ryðfríu stálin 304L og 316L voru rannsökuð og tæringarhraðar reiknaðir fyrir kolefnastál S235, og ryðfríu stálin 316L og SAF 2205 fyrir bæði tímabilin. Niðurstöðurnar sýna að efnisvalið fyrir lofthreinsiturninn sé nægjanlegt. 316L og SAF 2205 sýndu engin merki um tæringu fyrir allar tilraunir á meðan 304L varð fyrir SCC. Niðurstöður fyrir kolefnastálið sýndu að það var alvarlega skemmt af völdum vetnisskemmda (HIC) og hafði laka frammistöðu í turninum.
 
Aðalleiðbeinandi: Dr. Sigrún Nanna Karlsdóttir, dósent við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. 
Meðleiðbeinandi: Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir, Verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
 
Prófdómari Geir Þórólfsson, yfirverkfræðingur hjá HS Orku.
 

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012