Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Sameiginlegt minni og sameiginleg minning

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
16. september 2015 - 12:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 301
Háskóli Íslands

Dmitri Nikulin, prófessor í heimspeki við The New School for Social Research í New York, flytur fyrirlestur um sameiginlegt minni og sameiginlega minningu.

Sameiginlegt minni er það hugtak sem mest ber á innan hins viðfeðma og fjölfaglega sviðs minnisrannsókna um þessar mundir. Það á rætur að rekja til Maurice Halbwachs sem hélt því fram að persónulegt minni sé alltaf greypt í sameiginlegt minni eða minni hópsins og skilið á grundvelli þess. Ég færi rök fyrir notkun hugtaksins sameiginleg minning til að gera grein fyrir því hvernig félagslegur eða pólitískur hópur getur sameiginlega unnið að röklegri og gagnrýninni endurgerð fortíðarinnar. Þetta byggi ég á nákvæmum og gagnrýnum lestri á verkum Halbwachs sem ég tengi einnig við greinarmuninn á minni og minningu.

Dmitri Nikulin er prófessor í heimspeki við The New School for Social Research í New York. Hann hefur fjallað um heimspeki fornaldar og nýaldar í verkum sínum, auk vísindaheimspeki, einnig um ímyndun og ímyndunarafl og samræðuna, svo eitthvað sé nefnt. Nýjust rit hans eru The other Plato (2012) og Dialectic and Dialogue (2010).


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012