
Mánudaginn 7. september kl. 12:15 til 13:30 í fundarsal Þjóðminjasafnsins
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við utanríkisráðuneytið og fjölmiðlanefnd
Ógnir við tjáningarfrelsi í fjölmiðlum og á internetinu
Dunja Mijatovic, fulltrúi ÖSE fyrir frelsi fjölmiðla, mun fjalla um þær áskoranir sem frjálsir fjölmiðlar og tjáningarfrelsi standa frammi fyrir á ÖSE-svæðinu. Í erindi sínu mun hún meðal annars ræða um hvernig áróðri er markvisst beitt í milliríkjaátökum og segja frá því hvernig öryggi blaðamanna og bloggara er víða ógnað, ekki síst kvenna sem starfa í fjölmiðlum.
Dunja Mijatovic hefur verið fulltrúi ÖSE fyrir frelsi fjölmiðla frá árinu 2010. Hlutverk skrifstofu hennar er að fylgjast með frelsi fjölmiðla í aðildarríkjum ÖSE en frjáls og fjölbreytt fjölmiðlun er ein af grunnstoðum opins og lýðræðislegs samfélags. Skrifstofan gerir athugasemdir við aðildarríkin þegar svo ber undir og aðstoðar eftir atvikum stjórnvöld við að standa vörð um fjölmiðla- og tjáningarfrelsi bæði í hefðbundum fjölmiðlum og á internetinu. Sjá nánar hér www.osce.org/fom
Fundarstjóri: Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins
Fundurinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.
Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun