Hvenær hefst þessi viðburður:
8. september 2015 - 16:40
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 129

Sarah Sophie Steinhäuser flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meiararaprófs í líffræði.
Heiti verkefnisins er Fungal and cyanobacterial gene expression in a lichen symbiosis: Acclimation and adaptation to temperature and habitat.
Lýsing á verkefni:
Hvernig hefur umhverfi og breytingar í því áhrif á lífverur og samspil þeirra? Leitað var svara við þessari spurningu með því að safna himnuskóf (Peltigera membranacea), sem er lífvera samsett úr sveppi og blágrænbakteríu, frá átta mismunandi stöðum, bæði nærri sjó og til fjalla. Eftir að hafa jafnað sig á tilraunastofu við 5 ºC, gengu flétturnar í gegnum hitameðferð við 15 ºC og 25 ºC. Síðan voru viðbrögð 38 gene skoðuð, og kom í ljós að einn hópur jók tjáningu við 25 ºC (aðallega sveppgen tengd viðgerðum á próteinum og DNA), en annar hópur dró úr tjáningu þegar við 15 ºC (aðallega tengd DNA viðgerðum í blágrænbakteríum). Seinni hópurinn sýndi einnig meiri viðbrögð eftir því sem land hækkaði og fjarlægð frá sjó jókst. Einnig fundust dæmi um samhliða breytingar í genatjáningu sambýlunganna tveggja.
Leiðbeinendur voru Ólafur S. Andrésson, Silke Werth og Arnar Pálsson.
Prófdómari er Kristinn P. Magnússon prófessor við Háskólann á Akureyri.