Hvenær hefst þessi viðburður:
19. nóvember 2013 - 10:00 til 12:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa H 209

MenntaMiðja og RANNUM-Rannsóknastofa í upplýsingatækni og miðlun standa fyrir málstofu um notkun hönnunarnálgunnar (e. design thinking) í menntun og stefnumótun. Allir eru velkomnir.
Virajita Singh, sérfræðingur í hönnunarnálgun við hönnunarsvið Háskólans í Minnesóta heldur erindi. Virajita ætlar að segja frá því hvernig hönnunarnálgun hefur verið notuð til að greina áskoranir og tækifæri við menntavísindasvið Háskólans í Minnesóta.
Opið verður fyrir umræðu að loknu erindi Virajita.