
Mánudaginn 7. september n.k. heldur Michaela Fritzges fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:40.
Yfirskrift fyrirlestursins er: Death and Rebirth from a Practical Point of View.
„Ég lít gjarnan á dauðann sem hliðstæðu þess að skipta um föt þegar þau eru orðin gömul og slitin, fremur en einhvern endi alls“ (Dalai Lama). „Að deyja er ekki vandamálið, vandamálið er merkingarlaust líf“ (Lama Ole Nydahl). Á grunni kenninga um hinn lifandi munnlega flutning Karma Kagyu hefðar tíbetsks búddisma mun Fritzges gefa yfirlit yfir Bardos (millistig) lífs, dauða, skærs ljóss og þess sem verður (becoming). Yfirlitinu er fylgt eftir af stuttri greinargerð um hin fjögur stig Búdda (Kayas) og lögmálsins um orsök og afleiðingu (Karma).
Michaela Fritzges hefur rannsakað búddisma allt frá árinu 1984. Rannsóknir hennar áttu sér stað víða í Þýskalandi ásamt Karmapa International Buddhist Institute í Dehlí, áður en hún fluttist til Kiel í norður Þýskalandi árið 1994. Hún hefur kennt Diamond Way búddisma um allan heim síðan 1994 í umboði Lama Ole Nydahl. Auk þess starfar hún sem geðlæknir og ráðgjafi.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.