
Hjólasögur frá Havana, Kúbu [Rodando en la Habana eða Havana Bicycle Stories], 2015.
Í Stúdentakjallaranum þriðjudaginn 8. september, 2015, kl. 16.00
Sýnd verður heimildamynd um hjólreiðar í höfuðborg Kúbu, Havana. Myndin hefur einnig verið kölluð: "Life on Two Wheels in Today's Havana" (30 mín). Í kjölfar sýningarinnar situr kvikmyndagerðarkonan og háskólakennarinn Jennifer Hosek fyrir svörum á ensku.
Í Havanaborg er að finna fjölmörg hverfi þar sem hjólreiðar eru nær eini samgöngumátinn, þrátt fyrir skort á hjólastígum eða reiðgötum. Viðhald reiðhjóla telst mikilvægt starf og listgrein á stundum, enda skortur á varahlutum viðvarandi.
Heimildamyndin bregður upp myndum af aðstæðum fjölmargra hjólreiðamanna í borginni en aðalsögumaðurinn er hjólreiða- og hjólaviðgerðarmaðurinn Virgilio, sem segir sögu hjólreiða í borginni frá kreppuárunum eftir 1990 til okkar daga.