Hvenær hefst þessi viðburður:
4. september 2015 - 16:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 130

Miriam Guadalupe Contreras Mostazo flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í líffræði. Verkefnið ber heitið Studies on immunostimulants and innate immune gene expression in Salmo salar: candidate tools for marker selection.
Verkefnið fjallaði um viðbrögð almenna ónæmiskerfisins í laxi við veiru og bakteríusýkingum, leiðir til að velja fiska með háa bakgrunnstjáningu ónæmisgena til eldis og leiðir til að örva almenna ónæmiskerfið.
Verkefnið var unnið í samvinnu við Stofnfisk hf.
Umsjónarkennari: Zophonías O. Jónsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Meðleiðbeinandi: Eduardo Rodriguez.
Prófdómari: Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir.