Hvenær hefst þessi viðburður:
14. maí 2015 - 18:00 til 16. maí 2015 - 18:00

Dagana 14.-17. maí verður haldin við Háskóla Íslands alþjóðleg ráðstefna á vegum samtakanna The Comparative and Continental Philosophy Circle.
Samtökin hafa starfað í tvo áratugi og hafa haldið árlegar ráðstefnur frá árinu 2006. Í starfi samtakanna er lögð sérstök áhersla á samanburðarheimspeki og meginlandsheimspeki, eða með öðrum orðum á austræna og evrópska heimspeki og tengsl þar á milli.
Samtökin gefa út tímaritið Comparative and Continental Philosophy og standa að bókaflokki sem kemur út hjá Northwestern University Press.
Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni eru eftirtaldir:
- David Farrell Krell, prófessor emeritus við DePaul University.
- John Sallis, prófessor við Boston College.
- Gary Shapiro, prófessor emeritus við University of Richmond.
- Graham Parkes, prófessor við University College Cork – National University of Ireland, Cork.
Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Heimspekistofnun og Konfúsíusarstofnunina Norðurljós.
Dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér.
Vefsíða samtakanna.