Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Opinn fundur um bresku þingkosningarnar 2015

Hvenær hefst þessi viðburður: 
5. maí 2015 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Háskóli Íslands

Bresku þingkosningarnar 2015: Þjóðernishyggja, sviptingar og Skotland

Hádegisfundur Félags stjórnmálafræðinga, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Edinborgarfélagsins

Félag stjórnmálafræðinga, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Edinborgarfélagið efna til fundar þriðjudaginn 5. maí kl. 12-13 í stofu 101 í Odda um bresku þingkosningarnar 2015.

Framsögumenn eru Eva Bjarnadóttir stjórnmálafræðingur, Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði og Bogi Ágústson, fréttamaður á RÚV. Þau velta meðal annars upp spurningum um hvað hefur einkennt bresku þingkosningarnar að þessu sinni, hvort að Skotland muni ráða úrslitum og hvort að breska kosningakerfið sé komið í öngstræti.

Allir velkomnir. Fundurinn fer fram á íslensku.

---------------------
Eva Bjarnadóttir: Sjálfstæði, þjóðerni og daður við fordóma

Kosningabaráttan í Bretlandi er gott dæmi um hversu flókin lýðræðisleg umræða getur orðið í alþjóðlegu umhverfi. Í því ljósi er áhugavert að skoða hvaða áhrif stefnumál Breska sjálfstæðisflokksins, UKIP, um sjálfstæði, þjóðerni og innflytjendur hafa haft á dagskrá kosninganna.

---------------------
Ólafur Þ. Harðarson: Kosningakerfi í kreppu?

Í annað skiptið í röð virðist breska kosningakerfið ekki ætla að skila neinum flokki hreinum meirihluta - sem oft er þó talinn helsti kostur þess. Og margt er umhugsunarefni varðandi misvægi á hlutfalli atkvæða og fjölda þingmanna ef skoðanakannanir ganga eftir.

---------------------
Bogi Ágústsson: Ræður Skotland úrslitum?

Allt bendir til þess að Skoski þjóðernisflokkurinn muni sigra kosningarnar í Skotlandi. Mun það mögulega hafa áhrif á heildarniðurstöður bresku þingkosninganna 2015?

---------------------

Að loknum erindum fara fram umræður og fyrirspurnir undir stjórn Evu H. Önnudóttur, stjórnmálafræðings, og skal fyrirspurnum um fundinn beint til hennar (eho@hi.is).

Nánari upplýsingar má finna á www.ams.hi.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012