Clik here to view.

Þriðjudaginn 18. júní ver Ivan Savenko doktorsritgerð sína, Sterk víxlverkun milli ljóss og efnis í kerfum af mismunandi víddum (e. Strong light-matter coupling in systems of different dimensionality).
Andmælendur eru Dr. Mikhail Glazov vísindamaður við Ioffe Physical-Technical Institute of the Russian Academy of Sciences, St.-Petersburg í Rússlandi og Dr. Guillaume Malpuech varadeildarforseti við Photon department of the Institut Pascal (previously LASMEA) í Frakklandi.
Leiðbeinandi og umsjónarkennari var Dr. Ivan Shelyk, prófessor í eðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Aðrir í doktorsnefnd voru Viðar Guðmundsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og Snorri Þ. Ingvarsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Hafliði Pétur Gíslason prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar stýrir athöfninni sem fer fram í Hátíðarsal Aðalbyggingar þriðjudaginn 18. júní og hefst hún kl. 15:00.
Ágrip ritgerðar:
Möguleikinn að loka ljóseindum inn í örgeislaholi og exitónum (e. excitons) inn í skammtabrunni gerir okkur kleift að ná fram sterkri kúplun milli ljóss og efnis, í hverju koma fram nýjar grunnörvanir. Þær eru þekktar sem ljósskautseindir (e. po- laritons) og sem dæmi má nefna exitónu-ljósskautseindir, plasmónu-ljósskautseindur o.fl.. Þessar nýju eindir hafa greinilega blandaða ljós- og efniseiginleika. Ritgerðin er tileinkuð fræðilegri rannsókn á nokkrum sviðum af ljósskautseindaeðlisfræði. Þær eru:
1. Lýsing á slökunarhreyfifræði ljósskautseinda í raunrúmi og rauntíma með notkun formalisma þéttleikafylkis.
2. Rannsókn á ólínulegum áhrifum í terahertsgeislun örgeislahola.
3. Rannsókn á geislarófi skammtadepils (e. quantum dot) með brotna speglu- narsamhverfu í einshátta geislaholi.
4. Rannsókn á víxlverkun milli plasmónurisaómun (e. giant plasmonic resonance) málmþyrpingu og geislahátts geislahols.
Þéttleikafylkisaðferðinni getur verið beitt á einvíddar- og tvívíddarkerfi en skamm- tadeplar og þyrpingar svara til núllvíddarkerfa, þannig að þrí-,tví- og núllvíddarkerfi eru innan ramma þessarar ritgerðar.